Innlent

Engin nauðgun tilkynnt

Enginn hefur leitað til Stígamóta og Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála á Landspítalanum eftir helgina. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir að svipaða sögu hafi verið að segja í fyrra en þá leituðu tíu konur til samtakanna síðar á árinu vegna nauðgana sem tengdust beint útihátíðum um verslunarmannahelgi. "Við skulum vona innilega að engin brot hafi verið framin en það er því miður ekki útséð um það enn þá. Við hvetjum konur til að leita sér hjálpar ef þeim líður illa, það er mjög mikilvægt að þær fái hjálp," segir Guðrún og tók Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttökunni í sama streng. Af þeim tilvikum sem tilkynnt voru til Stígamóta í fyrra voru aðeins sex prósent kærð til lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×