Viðskipti innlent

Stjórn Somerfield hikar

:Stjórn Somerfield ákvað á fundi sínum að hafna tilboði Baugs í fyrirtækið. Stjórnin taldi ekki rétt að svo komnu máli að hleypa Baugi að bókum fyrirtækisins án frekari vissu um framhaldið. Þetta mun ekki þýða að stjórnin hafi hafnað verðtilboði Baugs, en ótti virðist í stjórninni við að enda í svipaðri stöðu og stjórn Big Food Group gerði þegar áreiðanleikakönnun lækkaði verðið á félaginu. Stjórnin er því hikandi við að hleypa samkeppnisaðila í bækur félagsins án frekari vissu um framhaldið Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn Baugs hissa á tilkynningu stjórnarinnar og munu nota næstu daga til að kanna hvers konar frekari vissu stjórnin sækist eftir ef framhald á að verða á tilhugalífinu. Erfitt sé að festa verðhugmyndir án þess að kanna áreiðanleika bóka Somerfield.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×