Innlent

Hafi samband við lögregluna

Árni Magnússon félagsmálaráðherra heitir á alla sem geta bent á dæmi um ráðningar fyrirtækja á ólöglegum erlendum starfsmönnum að setja sig í samband við lögregluna. "Þetta er eitthvað sem við verðum að sameinast um að takast á af fullum krafti," segir hann og kveðst sem ráðherra vinnumarkaðsmála hafa áhyggjur af þróun mála. "Það er grafalvarlegt ef hér er að hreiðra um sig bæði fyrirtæki sem starfa í ólöglegum tilgangi og eins starfsmenn sem hér eru með ólöglegum hætti," segir hann. Árni bendir á að lögreglan hafi verið með málefni ólöglegra erlendra starfsmanna til skoðunar upp á síðkastið. "Lögreglan hefur verið að þétta raðirnar í samvinnu við Útlendingastofnun. Árni segir skýrt að þegnar nýju ESB-ríkjanna eigi að sækja um atvinnuleyfi hér á landi. Erfitt sé að taka á því þegar vinna er seld sem þjónusta og sín fyrstu viðbrögð séu þau að sækja beri um atvinnuleyfi fyrir þetta vinnuafl. Von er á reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×