Bein grænlenskra á Skriðuklaustri? 19. febrúar 2005 00:01 Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið. Beinin sem fundust við uppgröftinn að Skriðuklaustri eru af tveimur manneskjum, að því að talið er inúítakonum. Dr. Niels Lynnerup, forstöðumaður Rannsóknarstofu í líffræðilegri mannfræði við réttarlæknisstofnun Kaupmannahafnarháskóla, er kominn til landsins til að rannsaka líkamsleifarnar. Hann segist vona að bráðabirgðaniðurstöður fáist á morgun eða hinn með greiningu en það geti tekið vikur, mánuði eða ár að fá endanlega niðurstöðu og kannski fáist hún aldrei. Lynnerup segir ekki víst að DNA-sýni náist. Hins vegar séu ýmis merki á tönnum og beinum sem gefi vísbendingar. Hann segir vitað að tengsl hafi verið á milli norrænna manna og inúíta og norrænir menn hafi hitt þá á ferðum sínum. Samskiptin hafi tengst vöruskiptum og verið afar tilviljunarkennd. Reynist þessi bein af inúítum varpar það nýju ljósi á tengslin. Lynnerup segir að ljóst sé að ef um inúíta sé að ræða megi draga þá ályktun að nánara samband hafi verið á milli landanna en áður hafi verið talið, en í uppgreftri í kirkjugörðum norrænna manna á Grænlandi hafi ekki enn fundist neinir inúítar grafnir. Á morgun heldur Lynnerup fyrirlestur í Þjóðminjasafninu um hvarf norrænna manna frá Grænlandi. Hann segist telja að raunveruleikinn hafi ekki verið eins dramatískur og hingað til hafi verið talið. Fólk sækist eftir betri lífskjörum eins og sjáist nú til dags og ungt fólk flytji þangað sem það telji sig eiga betri framtíð. Hann haldi að skýringin sé svo hversdagsleg. Ýmislegt bendi til þess að veðurfar hafi versnað og lífsskilyrði norrænna manna í Grænlandi að sama skapi. Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið. Beinin sem fundust við uppgröftinn að Skriðuklaustri eru af tveimur manneskjum, að því að talið er inúítakonum. Dr. Niels Lynnerup, forstöðumaður Rannsóknarstofu í líffræðilegri mannfræði við réttarlæknisstofnun Kaupmannahafnarháskóla, er kominn til landsins til að rannsaka líkamsleifarnar. Hann segist vona að bráðabirgðaniðurstöður fáist á morgun eða hinn með greiningu en það geti tekið vikur, mánuði eða ár að fá endanlega niðurstöðu og kannski fáist hún aldrei. Lynnerup segir ekki víst að DNA-sýni náist. Hins vegar séu ýmis merki á tönnum og beinum sem gefi vísbendingar. Hann segir vitað að tengsl hafi verið á milli norrænna manna og inúíta og norrænir menn hafi hitt þá á ferðum sínum. Samskiptin hafi tengst vöruskiptum og verið afar tilviljunarkennd. Reynist þessi bein af inúítum varpar það nýju ljósi á tengslin. Lynnerup segir að ljóst sé að ef um inúíta sé að ræða megi draga þá ályktun að nánara samband hafi verið á milli landanna en áður hafi verið talið, en í uppgreftri í kirkjugörðum norrænna manna á Grænlandi hafi ekki enn fundist neinir inúítar grafnir. Á morgun heldur Lynnerup fyrirlestur í Þjóðminjasafninu um hvarf norrænna manna frá Grænlandi. Hann segist telja að raunveruleikinn hafi ekki verið eins dramatískur og hingað til hafi verið talið. Fólk sækist eftir betri lífskjörum eins og sjáist nú til dags og ungt fólk flytji þangað sem það telji sig eiga betri framtíð. Hann haldi að skýringin sé svo hversdagsleg. Ýmislegt bendi til þess að veðurfar hafi versnað og lífsskilyrði norrænna manna í Grænlandi að sama skapi.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira