Innlent

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi á Landmannaleið í fyrrinótt hét Bjarni Sveinsson og var til heimilis að Þernunesi 7 í Garðabæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og eitt barnabarn. Bjarni var matreiðslumaður og athafnamaður. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni samlokufyrirtækið Sóma árið 1978 sem hann rak til ársins 1993 og var hluteigandi í fyrirtækinu til ársins 2003. Hann var mikill áhugamaður um vélsleðamennsku og hafði stundað hana allt frá árinu 1980.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×