Haförn undir rafrænu eftirliti 19. febrúar 2005 00:01 Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn. Haferninum, sem er assa mikil, var sleppt nálægt þeim stað sem hún fannst eftir að hún fór úr lið á vinstri væng þegar hún flaug á símalínu. Undanfarna fjörutíu daga og einum betur hefur hún haldið til í Húsdýragarðinum meðan hún var að jafna sig. Þar var henni gefið nafnið Erna. Það var Kristinn H. Skarphéðinsson, arnarséræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hafði yfirumsjón með því að sleppa Ernu lausri. Hún var frelsinu fegin því um leið og henni var sleppt úr búrinu var hún rokin af stað og flaug lágflug þar til hún hvarf. En skyldi Erna hafa hænst að mönnum meðan hún var á meðal þeirra? Kristinn segir svo ekki hafa verið, hún hafi verið jafnstygg þegar henni var sleppt og þegar hún kom í garðinn og það sé bara hið besta mál. Þótt Erna sé nú laus úr prísund sinni er hún þó enn undir eftirliti manna því við hana var festur útvarpssendir þannig að ef eitthvað kemur fyrir rétt eftir sleppingu verður einfalt að finna hana aftur. Stofnstærð hafarnar hér á landi er að sumri 35-40 pör en að vetri 120 til 150 fuglar alls. Hafernir geta orðið sjö kíló að þyngd og vænghafið 2,4 metrar. Erna er tæp sjö kíló og um fjögurra ára gömul. Hafernir verða kynþroska fimm til sjö ára gamlir. Þeir eignast einn til þrjá unga en oftast kemst aðeins einn af. Haförninn er einkvænisfugl og sambúð er ætíð traust. Arnarhjón helga sér óðul og halda tryggð við það eins lengi og kostur er. Þau velja sér yfirleitt hreiðurstæði á breiðum syllum, í klettum eða á lágum klettasnösum við sjávarsíðuna. Haförninn verpir aðallega á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag. Hins vegar hefur arnarhreiðrum fjölgað undanfarin ár svo ef til vill fer hann að sjást víðar áður en langt um líður. Örninn hefur verið alfriðaður frá árinu 1913 en fyrir þann tíma var reynt að útrýma honum. Hann var talinn skaðræðisfugl sem tæki jafnvel börn til þess að fæða unga sína. Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn. Haferninum, sem er assa mikil, var sleppt nálægt þeim stað sem hún fannst eftir að hún fór úr lið á vinstri væng þegar hún flaug á símalínu. Undanfarna fjörutíu daga og einum betur hefur hún haldið til í Húsdýragarðinum meðan hún var að jafna sig. Þar var henni gefið nafnið Erna. Það var Kristinn H. Skarphéðinsson, arnarséræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hafði yfirumsjón með því að sleppa Ernu lausri. Hún var frelsinu fegin því um leið og henni var sleppt úr búrinu var hún rokin af stað og flaug lágflug þar til hún hvarf. En skyldi Erna hafa hænst að mönnum meðan hún var á meðal þeirra? Kristinn segir svo ekki hafa verið, hún hafi verið jafnstygg þegar henni var sleppt og þegar hún kom í garðinn og það sé bara hið besta mál. Þótt Erna sé nú laus úr prísund sinni er hún þó enn undir eftirliti manna því við hana var festur útvarpssendir þannig að ef eitthvað kemur fyrir rétt eftir sleppingu verður einfalt að finna hana aftur. Stofnstærð hafarnar hér á landi er að sumri 35-40 pör en að vetri 120 til 150 fuglar alls. Hafernir geta orðið sjö kíló að þyngd og vænghafið 2,4 metrar. Erna er tæp sjö kíló og um fjögurra ára gömul. Hafernir verða kynþroska fimm til sjö ára gamlir. Þeir eignast einn til þrjá unga en oftast kemst aðeins einn af. Haförninn er einkvænisfugl og sambúð er ætíð traust. Arnarhjón helga sér óðul og halda tryggð við það eins lengi og kostur er. Þau velja sér yfirleitt hreiðurstæði á breiðum syllum, í klettum eða á lágum klettasnösum við sjávarsíðuna. Haförninn verpir aðallega á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag. Hins vegar hefur arnarhreiðrum fjölgað undanfarin ár svo ef til vill fer hann að sjást víðar áður en langt um líður. Örninn hefur verið alfriðaður frá árinu 1913 en fyrir þann tíma var reynt að útrýma honum. Hann var talinn skaðræðisfugl sem tæki jafnvel börn til þess að fæða unga sína.
Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira