Erlent

Launamunur kynja 27% í Bretlandi

Breskar konur fá að meðaltali 27 prósentum lægri laun en karlar á Englandi. Mestur er munurinn í London eða 35 prósent en minnsti munurinn á milli kynja er á Norður-Írlandi, eða 15 prósent. Í Wales er munurinn 21 prósent og 29 prósent í Skotlandi. Þetta kemur fram á vef Verslunarráðs Reykjavíkur en vefkönnunin var framkvæmd af fyrirtækinu PayFinder. 40 þúsund manns tóku þátt í könnuninni frá ágúst í fyrra til sama mánaðar í ár. Í London fá karlmenn að meðaltali 39 þúsund pund í árslaun, sem samsvarar tæplega fjórum og hálfri milljón íslenskra króna, en konurnar fá tæplega 29 þúsund pund eða rúmlega 3,2 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×