Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum 20. febrúar 2005 00:01 Meðan ýmsir hafa orðið til að gruna fasteignasala og fasteignaheildsala um að halda fasteignaverði í hámarki undanfarin misseri eru aðrir sem benda á að bankar landsins og jafnvel Framsóknarflokkurinn beri þar einnig stóra ábyrgð. Bankarnir fyrst og fremst, að margra mati, fyrir of auðvelt aðgengi að lánsfé en Framsókn fyrir að setja holskeflu hækkana af stað með kosningaloforðum sínum um 90 prósenta lánin. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum en segir þó marga aðra þætti spila þar inn í. "Vissulega var ómögulegt að sjá núverandi stöðu fyrir þegar við settum okkar hugmyndir fram. Að mínu viti er húsnæðisverð orðið óraunhæft og of hátt. Ábyrgð liggur hjá bönkunum að einhverju leyti en ekki má gleyma þeim skorti sem verið hefur á lóðum í mörgum sveitarfélögum og það eðlilega hækkar verðið einnig. Ekki má heldur gleyma þætti þessara svokölluðu fasteignaheildsala sem samkvæmt fréttum taka til sín milljónir króna af hverri íbúð og munar aldeilis um minna." Allnokkrir hafa bent á að þrátt fyrir að tilkoma íslenskra banka inn á húsnæðislánamarkaðinn hafi verið mikil kjarabót fyrir fjölmarga sem bjuggu við háa greiðslubyrði af húsnæðislánum sé ekki horft framhjá því að þeir beri einnig nokkra ábyrgð á stöðu mála á húsnæðismarkaðnum. Er gjarnan bent á að lægri vextir geri kaupendum kleift að kaupa dýrari eign en ella hefði orðið og flestir nýti sér það til hlítar. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, furðar sig á þeim málflutningi manna og telur umræðuna í heild sinni á villigötum. "Það er vægast sagt undarlegt að ýmsir aðilar skuli halda að bankarnir eigi sök á því háa íbúðaverði sem á markaðnum er í dag. Svipuð staða var á fasteignamarkaðnum í lok síðasta áratugar og svipuð efnahagsleg uppsveifla í þjóðfélaginu en þá voru þessi lán sem bankar bjóða í dag ekki til staðar. Þvert á móti eru reglur Íslandsbanka hvað varðar greiðslumat og lánafyrirgreiðslu strangari nú en áður auk þess sem það getur engan veginn þjónað hagsmunum banka að lána til aðila sem ekki eru færir um að greiða lánin til baka." Þess má geta að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Rannsóknarstofnun í húsnæðismálum fari yfir húsnæðismarkaðinn í heild sinni og gefi sér skýrslu sem fyrst. Ráðherra segir að meðan erfitt sé að meta hvað sé rétt og hvað rangt á almennum markaði verði það að ráðast af niðurstöðu þeirrar skýrslu hvort einhverjar aðgerðir komi til greina og þá með hvaða hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Meðan ýmsir hafa orðið til að gruna fasteignasala og fasteignaheildsala um að halda fasteignaverði í hámarki undanfarin misseri eru aðrir sem benda á að bankar landsins og jafnvel Framsóknarflokkurinn beri þar einnig stóra ábyrgð. Bankarnir fyrst og fremst, að margra mati, fyrir of auðvelt aðgengi að lánsfé en Framsókn fyrir að setja holskeflu hækkana af stað með kosningaloforðum sínum um 90 prósenta lánin. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum en segir þó marga aðra þætti spila þar inn í. "Vissulega var ómögulegt að sjá núverandi stöðu fyrir þegar við settum okkar hugmyndir fram. Að mínu viti er húsnæðisverð orðið óraunhæft og of hátt. Ábyrgð liggur hjá bönkunum að einhverju leyti en ekki má gleyma þeim skorti sem verið hefur á lóðum í mörgum sveitarfélögum og það eðlilega hækkar verðið einnig. Ekki má heldur gleyma þætti þessara svokölluðu fasteignaheildsala sem samkvæmt fréttum taka til sín milljónir króna af hverri íbúð og munar aldeilis um minna." Allnokkrir hafa bent á að þrátt fyrir að tilkoma íslenskra banka inn á húsnæðislánamarkaðinn hafi verið mikil kjarabót fyrir fjölmarga sem bjuggu við háa greiðslubyrði af húsnæðislánum sé ekki horft framhjá því að þeir beri einnig nokkra ábyrgð á stöðu mála á húsnæðismarkaðnum. Er gjarnan bent á að lægri vextir geri kaupendum kleift að kaupa dýrari eign en ella hefði orðið og flestir nýti sér það til hlítar. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, furðar sig á þeim málflutningi manna og telur umræðuna í heild sinni á villigötum. "Það er vægast sagt undarlegt að ýmsir aðilar skuli halda að bankarnir eigi sök á því háa íbúðaverði sem á markaðnum er í dag. Svipuð staða var á fasteignamarkaðnum í lok síðasta áratugar og svipuð efnahagsleg uppsveifla í þjóðfélaginu en þá voru þessi lán sem bankar bjóða í dag ekki til staðar. Þvert á móti eru reglur Íslandsbanka hvað varðar greiðslumat og lánafyrirgreiðslu strangari nú en áður auk þess sem það getur engan veginn þjónað hagsmunum banka að lána til aðila sem ekki eru færir um að greiða lánin til baka." Þess má geta að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir að Rannsóknarstofnun í húsnæðismálum fari yfir húsnæðismarkaðinn í heild sinni og gefi sér skýrslu sem fyrst. Ráðherra segir að meðan erfitt sé að meta hvað sé rétt og hvað rangt á almennum markaði verði það að ráðast af niðurstöðu þeirrar skýrslu hvort einhverjar aðgerðir komi til greina og þá með hvaða hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira