Erlent

Kasparov barinn með taflborði

Garry Kasparov, besti skákmaður heims um rúmra tveggja áratuga skeið, var barinn í höfuðið með taflborði á samkomu í Moskvu. Kasparov slapp við meiðsl en var brugðið og sagði atvikið til komið vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Kasparov var nýbúinn að árita taflborðið fyrir ungan mann þegar sá tók sig til og barði hann í höfuðið með því. Hann reyndi að sögn að berja Kasparov aftur en þá gripu öryggisverðir inn í og leiddu unga manninn á brott. Talsmaður Kasparovs sagði unga manninn hafa átalið Kasparov fyrir að hætta í skákinni til að hefja afskipti af stjórnmálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×