Erlent

Wolfensohn til Miðausturlanda

James Wolfensohn, fráfarandi forstjóri Alþjóðabankans og nýskipaður fulltrúi hins svokallaða kvartetts í Miðausturlöndum, hyggst heimsækja Ísrael og Palestínu í næstu viku. Frá þessu greindi hann í dag. Wolfensohn hefur m.a. verið falið að fylgjast með brottflutningi ísraelskra landnema frá Gasasvæðinu og þá hyggst hann beita sér fyrir efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu á svæðum Palestínumanna. Wolfensohn var skipaður í starfið á fimmtudaginn var og lætur ekki af störfum hjá Alþjóðabankanum fyrr en í maílok en stjórn bankans hefur gefið honum leyfi til þess að hefja vinnu í hinu nýja starfi. Vonast er til að bankastjórinn fráfarandi geti fylgt eftir friðarvegvísinum svokallaða fyrir botni Miðjarðarhafs en friðarsamningar sem Ísraelar og Palestínumenn handsöluðu í Egyptalandi fyrir nokkrum vikum hafa að mestu verið virtir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×