Erlent

Rispaði bíla í þágu listarinnar

Menn taka sér ýmislegt fyrir hendur í nafni listarinnar. Bretinn Mark McGowan hefur nú komist í fréttirnar fyrir heldur vafasamt uppátæki en hann rispaði lakkið á hátt í 50 bílum í Lundúnum og Glasgow með lykli í þágu listarinnar. Slík skemmdarverk á bílum eru ekki óalgeng nú til dags og segist McGowan einmitt hafa fengið hugmyndina þegar bíll systur hans var rispaður með þessum hætti. Afraksturinn mun hann sýna í listhúsi í Glasgow í vikunni, en ekki fylgir sögunni hvort lögregla leiti hans vegna gjörningsins. McGowan hefur áður farið óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni og m.a. neglt fæturna á sér fasta við gólf í galleríi og legið í baðkari fullu af bökuðum baunum með franskar kartöflur í nefinu og pylsur á hausnum í heila tólf daga. Hið síðarnefnda gerði hann til þess að verjast gagnrýni á dæmigerðan enskan morgunverð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×