Erlent

Vandræði í Frakklandi vegna snjós

145 þúsund heimili í Suðaustur-Frakklandi eru án rafmagns eftir að rafmagnslínur skemmdust í mikilli ofankomu um helgina. Rafmagnsveitur hafa kallað út fimm hundruð manns til að gera við línurnar og búist er við að tvö til þrjú hundruð til viðbótar komi að verkinu. Vorið virðist áætla að láta bíða eftir sér sums staðar í Frakklandi því um helgina trufluðust lesta- og vegasamgöngur töluvert vegna mikillar snjókomu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×