Erlent

Flýja vegna hugsanlegs eldgoss

Hundruð manna flýðu heimili sín í þorpum í hlíðum eldfjallsins Karthala á stærstu eyjunni í Kómoreyjaklasanum í dag eftir að svartur reykur liðaðist upp úr gíg fjallsins. Óttast er að fjallið fari að gjósa og að sögn yfirvalda á staðnum hefur jörð skolfið og sprungur myndast í fjallið í dag. Þá hefur Reuters-fréttaveitan eftir íbúum í fjallshlíðunum að undarlega lykt leggi frá fjallinu og hefur sendin rigning fallið á svæðinu þannig að skyggni er lítið sem ekkert. Kómoreyjaklasinn er á milli meginlands Afríku og eyjarinnar Madagaskar og eru íbúar þar um sex hundruð þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×