Erlent

Minnast frelsunar í Þýskalandi

Þúsundir manna sem lifðu af vistina í þremur þrælkunarbúðum nasista í Þýskalandi minnast þess um helgina að sextíu ár eru síðan þeir voru frelsaðir. Minningarathafnir hafa verið og verða haldnar í Ravensbruck, Bergen-Belsen og Sachsenhausen þar sem búðirnar voru, en tugir þúsunda, þar á meðal konur og börn, létust þar í síðari heimsstyrjöldinni af völdum hungurs, sjúkdóma, ofþreytu og í læknatilraunum. Þá var gasklefi í Ravensbruck og er talið að sex þúsund manns hafi verið teknir af lífi í honum á um hálfu ári. Meðal þeirra sem létust í búðunum í Bergen-Belsen er Anna Frank, en hún dó nokkrum vikum áður en breskar sveitir frelsuðu fólkið þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×