Sport

Jóhann með þrennu fyrir KA

Þrír leikir eru á dagskrá deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Í riðli 2 vann KA sigur á HK, 4-2 þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir norðanmenn og Hreinn Hringsson eitt. Eyþór Guðnason og Gísli Freyr Ólafsson skoruðu mörk Kópavogsliðsins. KA komst upp fyrir HK í riðlinum og er nú í 5. sæti með 8 stig en HK er í 6. sæti með 7 stig. KR er á toppnummeð 14 stig og Þróttur R í 2. sæti með 13 stig. Í riðli 1 vann Þór Akureyri stórsigur á botnliði Grindavíkur, 3-0 en Suðurnesjamenn eru enn án stig eftir 6 leiki. Vilmar Freyr Sævarsson, Þórður Halldórsson og Jóhann Traustason skoruðu mörk Þórs í dag. Þór er í 6. sæti með 7 stig en topplið Vals er með 13 stig eins og Breiðablik. Nú eigast við ÍBV og Valur á Leiknisvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×