Erlent

Í nýja herbúninga fyrir ferðamenn

Varðaskipti voru í hádeginu í dag við Kreml og ugglaust telja menn það ekki miklar fréttir. Það sem fréttnæmt er við varðaskiptin er að engir verðir af þessu tagi hafa þrammað við Kremlarmúra síðan síðasti Rússakeisari var drepinn árið 1918. Búningarnir sem verðirnir klæðast í dag eiga að minna á búningana sem verðir Nikulásar keisara klæddust á árunum 1907 til 1913. Það er ekki mikilmennskubrjálæði Vladímírs Pútíns sem veldur þessu heldur ætla Rússar að græða á öllu saman. Ferðamenn verða nefnilega að kaupa miða til að fylgjast með herlegheitunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×