Erlent

Íhuga að ráðast gegn mannræningjum

Yfirvöld í Írak íhuga nú að beita hervaldi til að frelsa 60 sjíta sem haldið er í borginni Madaen, en samningaviðræður við gíslatökumennina, sem eru súnnítar, hafa ekki skilað neinum árangri. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir ónefndum embættismanninn innan íröksku stjórnarinnar. Herlið Bandaríkjanna og Íraks hefur reynt að semja við mannræningjana frá því að þeir tóku fólkið í gíslingu í gær en þeir hóta að drepa það ef allir sjítar hverfi ekki frá Madaen. Hugsanlegt er að mannránið sé hefnd fyrir annað mannrán en lögregla telur einnig mögulegt að átökin séu í raun stríð glæpaklíka sem berjist um yfirráð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×