Erlent

Hundar bönuðu konu

Tveir hundar réðust á og bönuðu eiganda sínum, 74 ára gamalli konu á eftirlaunum. "Ég hef séð hundsbit áður en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt," sagði James Peacock, lögreglustjóri í Wheeler-sýslu í Georgíuríki. Lögreglumenn voru kallaðir að heimili konunnar eftir að nágrannarnir heyrðu hávaða. Þegar lögreglumenn gengu inn fundu þeir lík konunnar á gólfinu og sáu hundana tvo, báða blóðuga. Annar hundurinn reyndi að ráðast á lögreglumann, sem skaut hann í sjálfsvörn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×