Erlent

Hart tekið á klámmyndasendingum

Hver sá sem dreifir klámmyndum um farsíma má eiga von á allt að þúsund svipuhöggum, tólf ára fangelsi og tæplega tveggja milljóna króna sekt, nái lagafrumvarp fram að ganga í Sádi-Arabíu. Frumvarpið var lagt fram eftir að þrír karlmenn voru dæmdir til þess að þola tólf hundruð svipuhögg og sitja af sér fangelsisdóm fyrir að taka upp nauðgun með farsímamyndavél og senda vinum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×