Erlent

Áfram mótmæli gegn Japan í Kína

„Japanskir innrásarhermenn deyi!“ hrópuðu þúsundir æstra mótmælenda í austurhluta Kína í morgun. Þeir köstuðu grjóti og flöskum að japönsku ræðismannsskrifstofunni í Shanghai. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki lengur jafn ánægð með mótmælin. Þau vöruðu meðal annars námsmenn við að taka þátt í þeim og óeirðalögregla stöðvaði mótmæli í Guanhzhou og Chongqing. Ástæða mótmælanna er ný, japönsk kennslubók þar sem Kínverjum þykir skautað yfir grimmdarverk Japana í seinni heimsstyrjöldinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×