Óskarsverðlaunin handan við hornið 27. febrúar 2005 00:01 Fræga og fallega fólkið er komið á stjá í Hollywood og lætur nú sjálfsagt púðra á sér nefið og laga hárið í ofboði því eftir fáeinar klukkustundir hefst glæsilegasta kvikmyndaverðlaunahátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er ennþá unnið hörðum höndum í Hollywood enda meira en að segja það að vera við Óskarsverðlaunahátíðina - og þarf meira til en kælt kampavín og bónaða limmúsínu. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum láta stjörnurnar sprauta sig upp: collagen í varir, sílikon í barminn og botox bæði í ennið, til að losna við hrukkur, og handarkrikana, til að svitna ekki í sparifötunum. Enda eins gott; fatnaður stjarnanna kostar að jafnaði ekkert smáræði, þó að þær borgi að sjálfsögðu ekki krónu. Reyndar þykir mörgum hönnuðum og skartgripasölum svo mikils virði að stjörnurnar séu vafðar inn í sköpunarverk þeirra, að þær fá borgað fyrir það - upp undir fimmtán milljónir króna. Og þeir sem tilnefndir eru í stóru flokkunum - besta mynd og bestu leikarar - fá gjafir. Undanfarið hálft ár hafa fyrirtæki barist um að koma sínum varningi í gjafapokann þar sem allt frá gerviaugnahárum úr minkahárum til kasmírnáttfata og rándýrra ferðalaga er að finna, alls að verðmæti ríflega sex milljónir króna. Kynnir hátíðarinnar í ár er kjaftfori grínistinn Chris Rock sem lýsti því meðal annars yfir nýlega að einu karlarnir sem hann þekkti og horfðu á hátíðina væru hommar. Framleiðendur sjónvarpsútsendingarinnar vonuðust til þess að Rock laðaði fleiri áhorfendur að, en kvikmyndagagnrýnandi fréttatímaritsins TIME efast um að það dugi, þó ekki væri nema vegna þess að flestar þeirra mynda sem tilnefndar eru í ár drógu fáa áhorfendur í bíó - engin stóru myndanna hefur náð 100 milljón dollara markinu sem er markmið allra kvikmyndaframleiðenda. Engu að síður bíða margir spenntir eftir því að sjá hverjir sigra og kannski ekki síður hverjir gera sig að fífli. Það er hægt að fylgjast með því í beinni á Stöð 2 í nótt. Erlent Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Fræga og fallega fólkið er komið á stjá í Hollywood og lætur nú sjálfsagt púðra á sér nefið og laga hárið í ofboði því eftir fáeinar klukkustundir hefst glæsilegasta kvikmyndaverðlaunahátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er ennþá unnið hörðum höndum í Hollywood enda meira en að segja það að vera við Óskarsverðlaunahátíðina - og þarf meira til en kælt kampavín og bónaða limmúsínu. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum láta stjörnurnar sprauta sig upp: collagen í varir, sílikon í barminn og botox bæði í ennið, til að losna við hrukkur, og handarkrikana, til að svitna ekki í sparifötunum. Enda eins gott; fatnaður stjarnanna kostar að jafnaði ekkert smáræði, þó að þær borgi að sjálfsögðu ekki krónu. Reyndar þykir mörgum hönnuðum og skartgripasölum svo mikils virði að stjörnurnar séu vafðar inn í sköpunarverk þeirra, að þær fá borgað fyrir það - upp undir fimmtán milljónir króna. Og þeir sem tilnefndir eru í stóru flokkunum - besta mynd og bestu leikarar - fá gjafir. Undanfarið hálft ár hafa fyrirtæki barist um að koma sínum varningi í gjafapokann þar sem allt frá gerviaugnahárum úr minkahárum til kasmírnáttfata og rándýrra ferðalaga er að finna, alls að verðmæti ríflega sex milljónir króna. Kynnir hátíðarinnar í ár er kjaftfori grínistinn Chris Rock sem lýsti því meðal annars yfir nýlega að einu karlarnir sem hann þekkti og horfðu á hátíðina væru hommar. Framleiðendur sjónvarpsútsendingarinnar vonuðust til þess að Rock laðaði fleiri áhorfendur að, en kvikmyndagagnrýnandi fréttatímaritsins TIME efast um að það dugi, þó ekki væri nema vegna þess að flestar þeirra mynda sem tilnefndar eru í ár drógu fáa áhorfendur í bíó - engin stóru myndanna hefur náð 100 milljón dollara markinu sem er markmið allra kvikmyndaframleiðenda. Engu að síður bíða margir spenntir eftir því að sjá hverjir sigra og kannski ekki síður hverjir gera sig að fífli. Það er hægt að fylgjast með því í beinni á Stöð 2 í nótt.
Erlent Menning Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira