Hringleið umhverfis Miðnesheiði 21. febrúar 2005 00:01 Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. Frá Sandgerði liggur nú átta kílómetra vegur að Stafnnesi, svæði sem fáir koma á. Þarna er meðal annars kirkjustaðurinn Hvalsnes, sem skartar einni fegurstu kirkju landsins, hlaðinni úr tilhöggnu grjóti. Þar þjónaði séra Hallgrímur Pétursson sálmaskáld um sjö ára skeið. En mikið lengra nær vegurinn ekki. Við tekur hluti varnarsvæðisins en þar hafði Varnarliðið áður fjarskiptastöð og vildi ekki óviðkomandi bílaumferð. En nú styttist að þessi horfni heimur opnist landsmönnum á nýjan leik því Vegagerðin áformar lagningu vegar sem tengja mun Hafnir og Sandgerði. Um leið opnast hringvegur um Miðnesheiði. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir mestu máli skipta að tengja saman hina fornu staði: Hafnirnar, Garðinn, Sandgerði, Reykjansbæ og Grindavík. Þarna á milli eru um níu kílómetrar en svo vel vill til að unnt verður að nýta hluta af vegi Varnarliðsins þarna þannig að ekki þarf að bæta við nema tveimur stuttum köflum, samtals um fimm kílómetra löngum, til að opna leiðina. Þar með mun opnast vegur að hinni fornu byggð Bátsendum sem eyðilagðist í storflóði fyrir 200 árum. Þótt vissulega náist fram stytting vegalengda milli byggðarlaga felst ávinningur af þessum vegi miklu fremur í þeim tækifærum sem hann skapar fyrir ferðaþjónustu í næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar. Meðal annars eru þarna hinar sögufrægu hafnir, Básendi og Þórshöfn, sem báðar eru áhugaverðir staðir fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn að skoða. Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. Frá Sandgerði liggur nú átta kílómetra vegur að Stafnnesi, svæði sem fáir koma á. Þarna er meðal annars kirkjustaðurinn Hvalsnes, sem skartar einni fegurstu kirkju landsins, hlaðinni úr tilhöggnu grjóti. Þar þjónaði séra Hallgrímur Pétursson sálmaskáld um sjö ára skeið. En mikið lengra nær vegurinn ekki. Við tekur hluti varnarsvæðisins en þar hafði Varnarliðið áður fjarskiptastöð og vildi ekki óviðkomandi bílaumferð. En nú styttist að þessi horfni heimur opnist landsmönnum á nýjan leik því Vegagerðin áformar lagningu vegar sem tengja mun Hafnir og Sandgerði. Um leið opnast hringvegur um Miðnesheiði. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir mestu máli skipta að tengja saman hina fornu staði: Hafnirnar, Garðinn, Sandgerði, Reykjansbæ og Grindavík. Þarna á milli eru um níu kílómetrar en svo vel vill til að unnt verður að nýta hluta af vegi Varnarliðsins þarna þannig að ekki þarf að bæta við nema tveimur stuttum köflum, samtals um fimm kílómetra löngum, til að opna leiðina. Þar með mun opnast vegur að hinni fornu byggð Bátsendum sem eyðilagðist í storflóði fyrir 200 árum. Þótt vissulega náist fram stytting vegalengda milli byggðarlaga felst ávinningur af þessum vegi miklu fremur í þeim tækifærum sem hann skapar fyrir ferðaþjónustu í næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar. Meðal annars eru þarna hinar sögufrægu hafnir, Básendi og Þórshöfn, sem báðar eru áhugaverðir staðir fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn að skoða.
Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira