Innlent

Atlansolía með sjö nýjar stöðvar

Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða. Þá er fyrirtækið með lóð á Ísafirði þar sem til stendur að reisa nýja stöð á árinu. "Þetta eru næstu skref hjá okkur og það er vonandi að neytendur fylki sér á bak við okkur svo við getum fært kvíarnar enn meira út," segir Geir Sæmundsson framkvæmdastjóri. Fyrir rekur Atlantsolía þrjár stöðvar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×