Innlent

Hættulegt litarefni í matvælum

Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi. Litarefnið mun hafa verið í sósu frá fyrirtækinu Premier Foods sem er notuð í ýmis matvæli, sérstaklega skyndirétti, sósur eða önnur unnin matvæli. Slíkar vörur hafa verið fjarlægðar úr hillum í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er umrædd sósa ekki á markaði hér á landi en náið verður fylgst með þróun málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×