Páfi bað fyrir fæddum og ófæddum börnum 25. desember 2005 12:21 Páfi við miðnæturmessuna í gær. MYND/AP Sinn er siður í hverju landi og jólunum er fagnað með mismunandi hætti víðsvegar á hnettinum. Á Péturstorginu í Róm flutti Benedikt páfi sextándi sína fyrstu jólamessu á miðnætti. Hann bað fyrir friði í Ísrael og minntist sérstaklega á börn, fædd og ófædd, en hann er mikill og einlægur andstæðingur fóstureyðinga. Messa páfa var send út beint í fjörutíu og sex löndum og skarar fylgdust með á Péturstorginu. Síðar í dag flytur páfi svo jólaávarp sitt, urbi et orbi, frá svölunum á Péturskirkjunni. Í fæðingarborg frelsarans, Bethlehem, sveif jólaandinn yfir vötnum hjá ferðamönnum og pílagrímum sem sóttu messu í fæðingarkirkjunni, sem stendur þar sem talið er að Jesús hafi fæðst. Jólahaldið fór fram með friði og spekt en nokkuð róstursamt hefur verið í borginni frá því að uppreisn Palestínumanna hófst árið 2000. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom til borgarinnar síðdegis í gær og tók þátt í hátíðarhöldunum. Í Moskvu var jólum fagnað en það er tiltölulega fámennur hópur sem fagnar þeim nú þar sem jól eru eftir hálfan mánuð samkvæmt dagatali rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Nokkuð hundruð manns voru þó við stærstu kaþólsku kirkjuna í borginni í gærkvöldi og skutu þar upp flugeldum. Á jarðskjálftasvæðunum í Kasmír er alla jafna ekki haldið upp á jól enda meginþorri íbúa þar múslímar. Í ár mun þetta þó vera öðruvísi. Fórnarlömb skjálftans taka því vel jólaandanum og taka þátt í gleðinni, auk þess sem hermenn og hjálparstarfsmenn hafa dreift jólagjöfum til barnanna sem urðu einna verst úti. Í Bagdad fögnuðu kristnir jólum í kirkjum borgarinnar, sem eru um fimmtíu. Fólkið bað fyrir friði í landinu. Í Guadalajara í Mexíkó voru það góðar óskir sem einkenndu hátíðarhöldin. Börnin í borginni skrifa jólaóskirnar á miða og setja inn í helíumblöðrum, sem síðan er sleppt. Þúsundir blaðra svifu til himins í gærkvöldi og settu sannarlega mark sitt á aðfangadagskvöldið í Mexíkó. En hvergi er stemningin jafn afslöppuð og í Ástralíu, þar sem er hásumar. Þúsundir Sydney-búa flykktust nefnilega niður á Bondi-Beach í morgun til að njóta þar jóladagsblíðunnar. Hreint ekki galið. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Sinn er siður í hverju landi og jólunum er fagnað með mismunandi hætti víðsvegar á hnettinum. Á Péturstorginu í Róm flutti Benedikt páfi sextándi sína fyrstu jólamessu á miðnætti. Hann bað fyrir friði í Ísrael og minntist sérstaklega á börn, fædd og ófædd, en hann er mikill og einlægur andstæðingur fóstureyðinga. Messa páfa var send út beint í fjörutíu og sex löndum og skarar fylgdust með á Péturstorginu. Síðar í dag flytur páfi svo jólaávarp sitt, urbi et orbi, frá svölunum á Péturskirkjunni. Í fæðingarborg frelsarans, Bethlehem, sveif jólaandinn yfir vötnum hjá ferðamönnum og pílagrímum sem sóttu messu í fæðingarkirkjunni, sem stendur þar sem talið er að Jesús hafi fæðst. Jólahaldið fór fram með friði og spekt en nokkuð róstursamt hefur verið í borginni frá því að uppreisn Palestínumanna hófst árið 2000. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom til borgarinnar síðdegis í gær og tók þátt í hátíðarhöldunum. Í Moskvu var jólum fagnað en það er tiltölulega fámennur hópur sem fagnar þeim nú þar sem jól eru eftir hálfan mánuð samkvæmt dagatali rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Nokkuð hundruð manns voru þó við stærstu kaþólsku kirkjuna í borginni í gærkvöldi og skutu þar upp flugeldum. Á jarðskjálftasvæðunum í Kasmír er alla jafna ekki haldið upp á jól enda meginþorri íbúa þar múslímar. Í ár mun þetta þó vera öðruvísi. Fórnarlömb skjálftans taka því vel jólaandanum og taka þátt í gleðinni, auk þess sem hermenn og hjálparstarfsmenn hafa dreift jólagjöfum til barnanna sem urðu einna verst úti. Í Bagdad fögnuðu kristnir jólum í kirkjum borgarinnar, sem eru um fimmtíu. Fólkið bað fyrir friði í landinu. Í Guadalajara í Mexíkó voru það góðar óskir sem einkenndu hátíðarhöldin. Börnin í borginni skrifa jólaóskirnar á miða og setja inn í helíumblöðrum, sem síðan er sleppt. Þúsundir blaðra svifu til himins í gærkvöldi og settu sannarlega mark sitt á aðfangadagskvöldið í Mexíkó. En hvergi er stemningin jafn afslöppuð og í Ástralíu, þar sem er hásumar. Þúsundir Sydney-búa flykktust nefnilega niður á Bondi-Beach í morgun til að njóta þar jóladagsblíðunnar. Hreint ekki galið.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira