Innlent

Íhugar að flytja landvinnslu

Samherji íhugar nú að breyta eða hætta alveg landvinnslu á Stöðvarfirði á næstunni og færa hana til Dalvíkur, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, greindi starfsmönnum, trúnaðarmönnum þeirra og fulltrúum verkalýðsfélaga frá þessu á fundi í gær. Í bréfi sem lagt var fram á fundinum segir að ástæðan fyrir þessu sé versnandi rekstarumhverfi til fiskvinnslu, en sterk staða krónunnar hefur leitt til þess að lægra verð fæst fyrir fisk og fiskafurðir og því þarf fyrirtækið að hagræða í rekstri sínum. Segja stjórnendur Samherja að fyrirtækið standi frammi fyrir þremur valkostum á Stöðvarfirði: að fara í samstarf við heimamenn með það fyrir augum að selja eða leigja frystihúsið, að breya yfir í saltfiskvinnslu með umtalsverðri fækkun starfsfólks eða segja öllum starfsmönnum á Stöðvarfirði upp og hætta þar rekstri. Komi til uppsagna verði starfsfólki boðin vinna hjá fyrirtækinu á öðrum stað. Samherji hefur um 35 stöðugildi á Stöðvarfirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×