Erlent

Sagður hafa selt Saddam eiturgas

Hollenskur kaupsýslumaður hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum og þjóðarmorði, en hann seldi Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, eiturefni sem hann vissi að yrðu notuð í hernaði. Mál mannsins, Frans van Anraats, er nú fyrir dómstólum í Rotterdam og er manninum gefið að sök að hafa á árunum 1980-1988 útvegað stjórn Saddams Husseins þúsundir tonna af eiturgasi. Gasið notaði Íraksher m.a. í árásum á Írana og Kúrda í Írak, þar á meðal í árás á kúrdíska bæinn Halabja árið 1988 þar sem um 5000 manns létust. Í vitnaleiðslum fyrir réttarhöldin sagði saksóknari að Anraat hefði haldið áfram að selja Saddam eiturgas eftir að fréttir bárust af árásinni á Halabja. Anraat gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×