ElBaradei hlýtur nóbelsverðlaunin 7. október 2005 00:01 Ákvörðunarinnar um hver fengi friðarverðlaun Nóbels þetta árið hafði verið beðið með talsverðri eftirvæntingu en 199 tilnefningar bárust nefndinni. Þar sem sextíu ár eru liðin frá kjarnorkuárásirnar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki var búist við að verðlaunahafinn kæmi úr hópi þeirra sem vinna að kjarnorkuafvopnun. Það stóð á endum því í gærmorgun var tilkynnt um valið, venju samkvæmt í Ósló, og kom þá í ljós að Egyptinn ElBaradei og Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefðu hreppt hnossið. Í umsögn nefndarinnar sagði að ElBaradei væri „óttalaus baráttumaður" fyrir kjarnorkuafvopnun og starfið sem IAEA hefði unnið á undanförnum árum væri „algerlega ómetanlegt." ElBaradei, sem fyrst heyrði af tíðindunum í sjónvarpsfréttum, kvaðst afar upp með sér en jafnframt auðmjúkur yfir sæmdinni sem honum væri sýnd: „Ég tel að verðlaunin endurspegli að útbreiðsla kjarnorkuvopna sé alvarlegasta hættan sem að mannkyninu steðjar." Viðbrögðin við ákvörðun nóbelsverðlaunanefndarinnar hafa ekki látið á sér standa. Bandaríkjastjórn, sem fyrir nokkrum vikum reyndi að koma í veg fyrir að ElBaradei yrði endurráðinn í starf sitt þar sem hún taldi hann of undanlátssaman við Írana, lýsti yfir ánægju sinni. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sagði að stjórnin myndi starfa að heilum hug með IAEA við að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorkuvopna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi, sagði að nú yrðu ríkisstjórnir heims að sýna IAEA þá virðingu sem stofnunin ætti skilda. „Ég vona að verðlaunin veki okkur öll," sagði hann við blaðamenn. Stein Tönnesson, framkvæmdastjóri Friðarrannsóknarstofnunarinnar í Ósló, lýsti hins vegar furðu sinni yfir niðurstöðu nefndarinnar þar sem IAEA hefði ekki tekist að leysa deiluna við Írana og Norður-Kóreumenn um kjarnorkuvopn heldur þvert á móti. „Verðlaunin fóru til einhvers sem hefur ekki náð árangri á árinu." Í svipaðan streng tók Hidankyo, samtök fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar sem sögðu ákvörðunina mikil vonbrigði. Terumi Tanaka, framkvæmdastjóri þeirra, sagði IAEA samtök sem ekki hafa stuðlað að friði í heiminum. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Ósló 10. desember næstkomandi. Erlent Fréttir Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Ákvörðunarinnar um hver fengi friðarverðlaun Nóbels þetta árið hafði verið beðið með talsverðri eftirvæntingu en 199 tilnefningar bárust nefndinni. Þar sem sextíu ár eru liðin frá kjarnorkuárásirnar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki var búist við að verðlaunahafinn kæmi úr hópi þeirra sem vinna að kjarnorkuafvopnun. Það stóð á endum því í gærmorgun var tilkynnt um valið, venju samkvæmt í Ósló, og kom þá í ljós að Egyptinn ElBaradei og Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefðu hreppt hnossið. Í umsögn nefndarinnar sagði að ElBaradei væri „óttalaus baráttumaður" fyrir kjarnorkuafvopnun og starfið sem IAEA hefði unnið á undanförnum árum væri „algerlega ómetanlegt." ElBaradei, sem fyrst heyrði af tíðindunum í sjónvarpsfréttum, kvaðst afar upp með sér en jafnframt auðmjúkur yfir sæmdinni sem honum væri sýnd: „Ég tel að verðlaunin endurspegli að útbreiðsla kjarnorkuvopna sé alvarlegasta hættan sem að mannkyninu steðjar." Viðbrögðin við ákvörðun nóbelsverðlaunanefndarinnar hafa ekki látið á sér standa. Bandaríkjastjórn, sem fyrir nokkrum vikum reyndi að koma í veg fyrir að ElBaradei yrði endurráðinn í starf sitt þar sem hún taldi hann of undanlátssaman við Írana, lýsti yfir ánægju sinni. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sagði að stjórnin myndi starfa að heilum hug með IAEA við að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorkuvopna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi, sagði að nú yrðu ríkisstjórnir heims að sýna IAEA þá virðingu sem stofnunin ætti skilda. „Ég vona að verðlaunin veki okkur öll," sagði hann við blaðamenn. Stein Tönnesson, framkvæmdastjóri Friðarrannsóknarstofnunarinnar í Ósló, lýsti hins vegar furðu sinni yfir niðurstöðu nefndarinnar þar sem IAEA hefði ekki tekist að leysa deiluna við Írana og Norður-Kóreumenn um kjarnorkuvopn heldur þvert á móti. „Verðlaunin fóru til einhvers sem hefur ekki náð árangri á árinu." Í svipaðan streng tók Hidankyo, samtök fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar sem sögðu ákvörðunina mikil vonbrigði. Terumi Tanaka, framkvæmdastjóri þeirra, sagði IAEA samtök sem ekki hafa stuðlað að friði í heiminum. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Ósló 10. desember næstkomandi.
Erlent Fréttir Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira