Hagsmunir ferðaþjónustu miklir vegna Grænlandsflugs 27. október 2005 14:00 Vestnorræna ráðið ræðir nú hvernig koma megi í veg fyrir að flug frá Íslandi til Grænlands leggist af, en samningur við Grænlendinga þar að lútandi rennur út um áramótin. Framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins segir mikla hagsmuni í húfi bæði fyrir grænlenska og íslenska ferðaþjónustu. Grænlenski þingmaðurinn Ole Dorph kvartaði yfir því á þingi Norðurlandaráðs í gær að það hefði tekið hann níu tíma að komast frá Narsarsuaq á Suður-Grænlandi til Íslands vegna þess að hann hefði þurft að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn. Vakti hann athygli á því að þiggja ára loftferðasamningur milli Grænlands og Íslands um sumarflug hefði runnið út í haust, en íslensk og grænlensk stjórnvöld hafa styrkt flugið um tuttugu og fimm milljónir á samningstímanum. Sigríður Anna Þórðardóttir, starfsráðherra Íslans, segir samningaviðræður hafa staðið yfir í þrjú ár en þær hafi verið árangurslausar til þess. Ljóst er að Norðurlandaráð getur ekki styrkt flugið beint þar sem ekki má veita ríkisstyrki til fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Málið hefur hins vegar verið rætt á vettvangi Vestnorræna ráðsins, en að því eiga Íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar aðild. Að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins, hafa menn áhyggjur af málinu enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir ferðaþjónustuna bæði á Íslandi og á Suður-Grænlandi. Samstarf um ferðaþjónustu í löndunum byggist á greiðum samgöngum og ódýru flugi milli Grænlands og Reykjavíkur og því séu miklir hagsmunir í húfi fyrir ferðaþjónustuna. Þórður segir menn ekki vita nákvæmlega hversu mikið fé tapist ef flugleiðin milli Reykjavíkur og Narsarsuaq verði lögð niður en hins vegar markaðassetji menn svæðið mikið sem eina heild. Allir aðilar í ferðaþjónustu hafi af því miklar áhyggjur að það muni hafa í för með sér mikinn tekjumissi og fækkun á ferðamönnum verði flugleiðin lögð niður. Þórður bendir enn fremur á að þessi óvissa um áframhaldandi flug til Narsarsuaq komi í veg fyrir að ferðaþjónustufyrirtæki geti skipulagt starfsemi sína næsta sumar. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að styrkja flugið en beðið er eftir svari frá grænlensku landsstjórninni sem á að berast innan tveggja vikna. Ef þau styrkja flugið ekki gæti svo farið að flugferðum yrði fækkað, en það er flugfélaga að sækja um styrk til flugsins. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Vestnorræna ráðið ræðir nú hvernig koma megi í veg fyrir að flug frá Íslandi til Grænlands leggist af, en samningur við Grænlendinga þar að lútandi rennur út um áramótin. Framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins segir mikla hagsmuni í húfi bæði fyrir grænlenska og íslenska ferðaþjónustu. Grænlenski þingmaðurinn Ole Dorph kvartaði yfir því á þingi Norðurlandaráðs í gær að það hefði tekið hann níu tíma að komast frá Narsarsuaq á Suður-Grænlandi til Íslands vegna þess að hann hefði þurft að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn. Vakti hann athygli á því að þiggja ára loftferðasamningur milli Grænlands og Íslands um sumarflug hefði runnið út í haust, en íslensk og grænlensk stjórnvöld hafa styrkt flugið um tuttugu og fimm milljónir á samningstímanum. Sigríður Anna Þórðardóttir, starfsráðherra Íslans, segir samningaviðræður hafa staðið yfir í þrjú ár en þær hafi verið árangurslausar til þess. Ljóst er að Norðurlandaráð getur ekki styrkt flugið beint þar sem ekki má veita ríkisstyrki til fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Málið hefur hins vegar verið rætt á vettvangi Vestnorræna ráðsins, en að því eiga Íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar aðild. Að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins, hafa menn áhyggjur af málinu enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir ferðaþjónustuna bæði á Íslandi og á Suður-Grænlandi. Samstarf um ferðaþjónustu í löndunum byggist á greiðum samgöngum og ódýru flugi milli Grænlands og Reykjavíkur og því séu miklir hagsmunir í húfi fyrir ferðaþjónustuna. Þórður segir menn ekki vita nákvæmlega hversu mikið fé tapist ef flugleiðin milli Reykjavíkur og Narsarsuaq verði lögð niður en hins vegar markaðassetji menn svæðið mikið sem eina heild. Allir aðilar í ferðaþjónustu hafi af því miklar áhyggjur að það muni hafa í för með sér mikinn tekjumissi og fækkun á ferðamönnum verði flugleiðin lögð niður. Þórður bendir enn fremur á að þessi óvissa um áframhaldandi flug til Narsarsuaq komi í veg fyrir að ferðaþjónustufyrirtæki geti skipulagt starfsemi sína næsta sumar. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að styrkja flugið en beðið er eftir svari frá grænlensku landsstjórninni sem á að berast innan tveggja vikna. Ef þau styrkja flugið ekki gæti svo farið að flugferðum yrði fækkað, en það er flugfélaga að sækja um styrk til flugsins.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira