Varar við umfangsmiklu eftirliti 8. febrúar 2005 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson varaði við umfangsmiklum eftirlitsiðnaði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í gær. Hann sagði að kostnaður og fyrirhöfn sem fylgdu skráningu fyrirtækja á markaði drægju úr hvatanum til slíkrar skráningar. "Vantraust og tortryggni búa til fyrirvara, skilyrði, skilmála, eftirlit, tryggingar og annað sem á fullan rétt á sér innan eðlilegra marka, en getur einnig gert út af við hvaða góða samning sem er," sagði Björgólfur Thor. Að mati Björgólfs er hugtakið "útrás" bæði kliskjukennt og merkingarlítið og ber merki um "tvíhyggju eyjaskeggja þar sem okkur er stillt upp gegn þeim. Það alþjóðasamfélag sem við búum í er ekki þannig," sagði hann. Hann telur heppilegra að tala um eðlilega framrás í viðskiptum þegar fyrirtæki leitast við að stækka markaðssvæði sín. Björgólfur nefndi nokkur dæmi um fyrirtæki sem hefðu markað sér þá stefnu snemma að sækja inn á stærri markaði. Að auki nefndi hann að flest íslensku útrásarfyrirtækin hefðu búið við það umhverfi að í þeim réði ferðinni kjölfestufjárfestir. Með öðrum orðum þá væri eignarhaldið ekki dreift. Að mati Björgólfs Thors er of algengt að litið sé á dreift eignarhald sem markmið í sjálfu sér. "Að mínum dómi eru kostir dreifðrar eignaraðildar í hlutafélögum stórlega ofmetnir," sagði hann. Hann segir að dreift eignarhald bjóði heim hættu á að stjórnendur taki sér of mikið vald og nefndi máli sínu til stuðnings að flest þau hneykslismál sem komið hefðu upp í alþjóðlegum stórfyrirtækjum væru í félögum þar sem eignarhald væri mjög dreift. Við slíkar aðstæður væri hlutaféð í raun fé án hirðis. Hann segir þróunina vera í þá átt að fyrirtæki fari af markaði meðal annars vegna umfangsmikilla reglna sem kauphallir setja. Hann segir að sífellt auknar kröfur feli í sér kostnað og séu farnar að fæla fjárfesta frá því að skrá félög á markað. "Þannig verður meiri ávinningur af því að hafa eignir sínar einvörðungu í óskráðum félögum," sagði hann. Þetta er þróun sem Björgólfur Thor kveðst ósáttur við. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson varaði við umfangsmiklum eftirlitsiðnaði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í gær. Hann sagði að kostnaður og fyrirhöfn sem fylgdu skráningu fyrirtækja á markaði drægju úr hvatanum til slíkrar skráningar. "Vantraust og tortryggni búa til fyrirvara, skilyrði, skilmála, eftirlit, tryggingar og annað sem á fullan rétt á sér innan eðlilegra marka, en getur einnig gert út af við hvaða góða samning sem er," sagði Björgólfur Thor. Að mati Björgólfs er hugtakið "útrás" bæði kliskjukennt og merkingarlítið og ber merki um "tvíhyggju eyjaskeggja þar sem okkur er stillt upp gegn þeim. Það alþjóðasamfélag sem við búum í er ekki þannig," sagði hann. Hann telur heppilegra að tala um eðlilega framrás í viðskiptum þegar fyrirtæki leitast við að stækka markaðssvæði sín. Björgólfur nefndi nokkur dæmi um fyrirtæki sem hefðu markað sér þá stefnu snemma að sækja inn á stærri markaði. Að auki nefndi hann að flest íslensku útrásarfyrirtækin hefðu búið við það umhverfi að í þeim réði ferðinni kjölfestufjárfestir. Með öðrum orðum þá væri eignarhaldið ekki dreift. Að mati Björgólfs Thors er of algengt að litið sé á dreift eignarhald sem markmið í sjálfu sér. "Að mínum dómi eru kostir dreifðrar eignaraðildar í hlutafélögum stórlega ofmetnir," sagði hann. Hann segir að dreift eignarhald bjóði heim hættu á að stjórnendur taki sér of mikið vald og nefndi máli sínu til stuðnings að flest þau hneykslismál sem komið hefðu upp í alþjóðlegum stórfyrirtækjum væru í félögum þar sem eignarhald væri mjög dreift. Við slíkar aðstæður væri hlutaféð í raun fé án hirðis. Hann segir þróunina vera í þá átt að fyrirtæki fari af markaði meðal annars vegna umfangsmikilla reglna sem kauphallir setja. Hann segir að sífellt auknar kröfur feli í sér kostnað og séu farnar að fæla fjárfesta frá því að skrá félög á markað. "Þannig verður meiri ávinningur af því að hafa eignir sínar einvörðungu í óskráðum félögum," sagði hann. Þetta er þróun sem Björgólfur Thor kveðst ósáttur við.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira