Innlent

Lögregluumdæmi samræma forvarnir

Til stendur að koma upp gagnabanka á vegum Ríkislögreglustjóra sem forvarnaraðilar geta sótt í og nýtt til að ná betri árangri í sínu starfi. Þetta kom fram á aðalfundi "Vertu til!" sem er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar um forvarnir var haldinn öðru sinni í Salnum í Kópavogi í gær. Á fundinum fluttu þær Erna Sigfúsdóttir og Rannveig Þórisdóttir erindi um stefnumótun Ríkislögreglustjóra um fyrirbyggjandi löggæslu og samræmdar forvarnir lögreglu á sviði áfengis- og vímuvarna. Í stefnumótunarvinnunni hafa erlendar fyrirmyndir verið skoðaðar með það að markmiði að halda betur utan um forvarnarvinnu og gera hana markvissari og upplýstari. Marviss skráning tilfella og samstarf við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á að leiða til betri árangurs lögreglu í forvörnum. Fulltrúar sveitarfélaga víðs vegar að um landið sóttu fundinn og sögðu frá forvörnum í heimabyggð enda miðar verkefnið að því að deila reynslu og sjá til þess að forvarnarvinna víðsvegar um landið sé markviss og skili árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×