Viðskipti innlent

Mikil auking á markaðsvirði félaga

Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur aukist um 58,3 milljarða króna fyrstu fjóra daga ágústmánaðar. Þetta kemur fram í Hálffimmfréttum KB banka í dag. Samtals hefur því markaðsvirði félaganna aukist um 436 milljarða króna á árinu. Samanlagt markaðsvirði félaganna í Kauphöllinni stóð í um 1.520 milljörðum króna í lok dagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×