Innlent

Náðu skrúfu af hafsbotni

Áhöfn Óðins og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar náðu upp skrúfu sem legið hafði á sjávarbotni við Viðey síðan í október 1944. Skrúfan er úr kanadíska tundurspillinum Skeena, sem strandaði við Viðey í ofsaveðri. Fimmtán manns fórust þá eftir að þeir yfirgáfu skipið í björgunarbátum og -flekum. Skrúfan fannst þegar leitað var að djúpsprengjum sem óttast var að leyndust á sjávarbotni og báðu kanadísk yfirvöld Landhelgisgæsluna um að ná henni upp. Kanadíska sendiráðið vill koma henni fyrir í Viðey sem minnismerki um þá sem létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×