Innlent

Dýrkeyptar breytingarnar

Þegar nýja leiðakerfi Strætó var sett á í ágúst gat starfsfólkið á kvöldvöktum á Hrafnistu við Kleppsveg ekki tekið strætisvagninn heim þar sem hann fór ekki lengur um Sæbraut. Sveinn Skúlason forstjóri segir að stofnunin hafi þurft að borga 200 þúsund krónur á mánuði í leigubíla vegna þessa.

"Ég hafði samband við Björk Vilhelmsdóttur í ágúst og lýsti óánægju minni vegna þessa og hún sagði að ekki væri hægt að breyta þessu fyrr en um miðjan október," segir Sveinn. Björk segir að kvöldferðirnar um Sæbraut hafi byrjað 15. október, stjórnendum Hrafnistu væntanlega til mikillar ánægju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×