Innlent

Góð aukning frá því í fyrra

Salt. Veitingastaður á 1919 hóteli.
Salt. Veitingastaður á 1919 hóteli.

Gistinóttum á hótel­um í september fjölgaði um rúm þrettán prósent að meðaltali miðað við september í fyrra. Aukningin var hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900, sem er tæplega fjórðungsaukning.

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um fimmtung frá ári til árs. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum í september, mest á Austurlandi. Fjölgun gistinátta á hótelum í september árið 2005 er nánast eingöngu vegna útlendinga. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×