Hafa boðið aðstoð rústasveitar 3. september 2005 00:01 Neyðaraðstoð er loks farin að berast í nokkrum mæli til New Orleans, á sjötta degi eftir að fellibylurinn Katrín lagði hana í rúst. Skipulag neyðaraðstoðar er harðlega gagnrýnt og er alríkisstjórnin sökuð um kynþáttamismunun. Íslensk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð Alþjóðarústabjörgunarsveitarinnar og var sveitin sett í viðbragðsstöðu í gær. Tugþúsundir íbúa New Orleans sem hafa beðið dögum saman eftir aðstoð fögnuðu þjóðvarðliðum sem komu til borgarinnar í gær með vistir og vopn til að koma á lögum og reglu í borginni á ný. Gleðin var þó trega blandin þar sem reiðin kraumar í fólki vegna seinagangs yfirvalda. Sérfræðingar höfðu spáð nokkuð nákvæmlega fyrir um hvaða afleiðingar fellibylurinn hefði og því þykir undirbúningur neyðaraðstoðarinnar í kjölfarið hafa verið algert klúður. Um milljón manns yfirgaf borgina áður en fellibylurinn skall á að áeggjan yfirvalda en stór hluti íbúanna er fátækur og hafði hreinlega ekki efni á því að koma sér burt. Hipphopparinn Kayne West úthrópaði alríkisstjórnina á góðgerðasamkomu í gær og hélt því fram að kynþáttafordómar hefðu ráðið því hversu seint björgunaraðgerðir hefðu farið af stað. Íbúar New Orleans hafa tekið undir þetta, en tveir þriðju hlutar þeirra eru svartir. George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Alabama og Mississippi í gær og flaug yfir New Orleans í þyrlu. Hann viðurkenndi að neyðaraðstoð á hamfarasvæðunum hefði ekki verið nógu góð þessa fyrstu daga og lofaði bót og betrun. Það mun taka mánuði að dæla öllu vatninu burt og komast að því hversu margir létu lífið, hversu margir eru slasaðir og hversu margir eru heimilislausir. Þótt New Orleans hafi fengið mesta athygli fjölmiðla að undanförnu vegna sérlega slæms ástands þar má þó ekki gleyma að Katrín rústaði borgum og bæjum í þremur ríkjum, á svæði sem er samtals meira en tvöfalt stærra Íslandi að flatarmáli. Enginn veit enn hversu margir hafa misst heimili sín eða hversu margir eru látnir og slasaðir eftir hörmungarnar. Fjölmörg ríki hafa þegar boðið fram aðstoð sína, meira að segja Kúba og Venesúela sem að öllu jöfnu vilja sem minnst hafa saman við Bandaríkin að sælda. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar skrifar á heimasíðu sína að hann telji að ríkisstjórnin eigi að senda myndarlegan fjárstuðning til íbúa New Orleans og líka að íhuga hvort unnt sé að senda hjálparsveit til að aðstoða við björgunar- og hjálparstörf í borginni. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, segir utanríkisráðuneytið hafa boðið bandarískum stjórnvöldum aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eftir að skilaboð bárust í gær í gegnum Sameinuðu þjóðirnar um að slíkar sveitir vantaði. Sveitin var því sett í viðbragðsstöðu í gær en Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, segir beðið svars frá Bandaríkjamönnum um hvort þeir þiggi aðstoðina. Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Neyðaraðstoð er loks farin að berast í nokkrum mæli til New Orleans, á sjötta degi eftir að fellibylurinn Katrín lagði hana í rúst. Skipulag neyðaraðstoðar er harðlega gagnrýnt og er alríkisstjórnin sökuð um kynþáttamismunun. Íslensk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð Alþjóðarústabjörgunarsveitarinnar og var sveitin sett í viðbragðsstöðu í gær. Tugþúsundir íbúa New Orleans sem hafa beðið dögum saman eftir aðstoð fögnuðu þjóðvarðliðum sem komu til borgarinnar í gær með vistir og vopn til að koma á lögum og reglu í borginni á ný. Gleðin var þó trega blandin þar sem reiðin kraumar í fólki vegna seinagangs yfirvalda. Sérfræðingar höfðu spáð nokkuð nákvæmlega fyrir um hvaða afleiðingar fellibylurinn hefði og því þykir undirbúningur neyðaraðstoðarinnar í kjölfarið hafa verið algert klúður. Um milljón manns yfirgaf borgina áður en fellibylurinn skall á að áeggjan yfirvalda en stór hluti íbúanna er fátækur og hafði hreinlega ekki efni á því að koma sér burt. Hipphopparinn Kayne West úthrópaði alríkisstjórnina á góðgerðasamkomu í gær og hélt því fram að kynþáttafordómar hefðu ráðið því hversu seint björgunaraðgerðir hefðu farið af stað. Íbúar New Orleans hafa tekið undir þetta, en tveir þriðju hlutar þeirra eru svartir. George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Alabama og Mississippi í gær og flaug yfir New Orleans í þyrlu. Hann viðurkenndi að neyðaraðstoð á hamfarasvæðunum hefði ekki verið nógu góð þessa fyrstu daga og lofaði bót og betrun. Það mun taka mánuði að dæla öllu vatninu burt og komast að því hversu margir létu lífið, hversu margir eru slasaðir og hversu margir eru heimilislausir. Þótt New Orleans hafi fengið mesta athygli fjölmiðla að undanförnu vegna sérlega slæms ástands þar má þó ekki gleyma að Katrín rústaði borgum og bæjum í þremur ríkjum, á svæði sem er samtals meira en tvöfalt stærra Íslandi að flatarmáli. Enginn veit enn hversu margir hafa misst heimili sín eða hversu margir eru látnir og slasaðir eftir hörmungarnar. Fjölmörg ríki hafa þegar boðið fram aðstoð sína, meira að segja Kúba og Venesúela sem að öllu jöfnu vilja sem minnst hafa saman við Bandaríkin að sælda. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar skrifar á heimasíðu sína að hann telji að ríkisstjórnin eigi að senda myndarlegan fjárstuðning til íbúa New Orleans og líka að íhuga hvort unnt sé að senda hjálparsveit til að aðstoða við björgunar- og hjálparstörf í borginni. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, segir utanríkisráðuneytið hafa boðið bandarískum stjórnvöldum aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eftir að skilaboð bárust í gær í gegnum Sameinuðu þjóðirnar um að slíkar sveitir vantaði. Sveitin var því sett í viðbragðsstöðu í gær en Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, segir beðið svars frá Bandaríkjamönnum um hvort þeir þiggi aðstoðina.
Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira