Sakaði stjórnarflokkana um svik 11. maí 2005 00:01 Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira