Innlent

Yfir 100 manns með salmonellu

Í fyrra greindust rúmlega hundrað Íslendingar með salmonellusýkingu. Flest tilfellin voru af erlendum uppruna. Þrjátíu Íslendingar smituðust af salmonellu innanlands í fyrra eða um þrjátíu prósent þeirra sem smituðust. Flest koma smitin frá Spáni og Portúgal og er algengast að Íslendingar smitist þar yfir sumarmánuðina, enda eru þessi lönd vinsælir ferðamannastaðir. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir meðhöndlun salmonellu yfirleitt ganga vel og að oftast þurfi ekki að notast við sýklalyf til að ráða niðurlögum sjúkdómsins. Rúmlega sjötíu Íslendingar smituðust af salmonellu í ferðalögum erlendis á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×