Atkvæði greidd í dag 11. maí 2005 00:01 Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. Margir þingmenn stjórnarandstöðu gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sögðu um hefndaraðgerðir stjórnvalda gegn samkeppnisyfirvöldum að ræða sem myndi veikja lögin og auka áhrif stjórnmálaflokka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnarandstöðuna leggjast afar lágt í málflutningi sínum. Stjórnsýslubreytingar og niðurlagning stofnana eru aðferð stjórnarflokkanna til að refsa fyrir óþekkt og treysta pólitísk áhrif, að mati stjórnarandstöðunnar, sem lét andúð sína óspart í ljós í atkvæðagreiðslu um breytingar á samkeppnislögum. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingu sagði ríkisstjórnina hafa haldið samkeppnismálum í fjársvelti. Fram hafi komið að 100 milljónir hafi vantað árlega til þess eins að ljúka þeim erindum sem samkeppnisyfirvöldum berist. Lúðvík sagði Samkeppnisstofnun hafa gert það sem hún mátti alls ekki gera að mati ríkisstjórinnar: Snert hina ósnertanlegu. „Hún snerti þá sem hingað til hafa aldrei þurft að bera á ábyrgð á gjörðum sínum. Hún snerti þá sem hingað til hafa setið á fremsta bekk á landsfundum stjórnarflokkanna og rakað saman fé í þeirra þágu,“ sagði Lúðvík. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu sagði að með lagasetningunni endurspeglaðist valdhrokinn og ráðherraræðið sem sést hafi þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður og Mannréttindaskrifstofa Íslands höfð í fjársvelti því stofnanirnar hafi ekki þóknast valdhöfum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði að í umræðunni hafi öllu verið snúið haus. Hún vísar m.a. í það að hún hafi hafnað beiðni Verslunarráðsins um að hafa afskipti af olíumálinu á sínum tíma og rannsaka aðgerðir Samkeppnisstofnunar eins og farið hafi verið fram á. „Ég segi eins og oft á við: Sá hlær best sem síðst hlær,“ sagði Valgerður. Þess má geta að breytingartillaga Lúðvíks, um að bætt yrði við klásúlu um að forstjóri Samkeppnisstofnunar gæti haldið starfi sínu, var felld. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. Margir þingmenn stjórnarandstöðu gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sögðu um hefndaraðgerðir stjórnvalda gegn samkeppnisyfirvöldum að ræða sem myndi veikja lögin og auka áhrif stjórnmálaflokka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnarandstöðuna leggjast afar lágt í málflutningi sínum. Stjórnsýslubreytingar og niðurlagning stofnana eru aðferð stjórnarflokkanna til að refsa fyrir óþekkt og treysta pólitísk áhrif, að mati stjórnarandstöðunnar, sem lét andúð sína óspart í ljós í atkvæðagreiðslu um breytingar á samkeppnislögum. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingu sagði ríkisstjórnina hafa haldið samkeppnismálum í fjársvelti. Fram hafi komið að 100 milljónir hafi vantað árlega til þess eins að ljúka þeim erindum sem samkeppnisyfirvöldum berist. Lúðvík sagði Samkeppnisstofnun hafa gert það sem hún mátti alls ekki gera að mati ríkisstjórinnar: Snert hina ósnertanlegu. „Hún snerti þá sem hingað til hafa aldrei þurft að bera á ábyrgð á gjörðum sínum. Hún snerti þá sem hingað til hafa setið á fremsta bekk á landsfundum stjórnarflokkanna og rakað saman fé í þeirra þágu,“ sagði Lúðvík. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu sagði að með lagasetningunni endurspeglaðist valdhrokinn og ráðherraræðið sem sést hafi þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður og Mannréttindaskrifstofa Íslands höfð í fjársvelti því stofnanirnar hafi ekki þóknast valdhöfum. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði að í umræðunni hafi öllu verið snúið haus. Hún vísar m.a. í það að hún hafi hafnað beiðni Verslunarráðsins um að hafa afskipti af olíumálinu á sínum tíma og rannsaka aðgerðir Samkeppnisstofnunar eins og farið hafi verið fram á. „Ég segi eins og oft á við: Sá hlær best sem síðst hlær,“ sagði Valgerður. Þess má geta að breytingartillaga Lúðvíks, um að bætt yrði við klásúlu um að forstjóri Samkeppnisstofnunar gæti haldið starfi sínu, var felld.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira