Lífið

Illugi í útvarpið

Illugi Jökulsson hefur látið af störfum sem ritstjóri DV og tekur við útvarpsstjórastöðu á nýrri talútvarpsstöð í eigu Íslenska útvarpsfélagsins. Mikael Torfason situr áfram sem ritstjóri DV, en þar til í gær ritstýrðu þeir blaðinu báðir. "Við munum bara halda áfram því góða starfi sem hafið var fyrir rúmu ári síðan," sagði Mikael og átti ekki von á frekari breytingum. Illugi vonast til að útsendingar geti hafist á næstu vikum, en enn á eftir að finna stöðinni nafn og tíðni. Meðal starfsfólks verða Hallgrímur Thorsteinsson, Sigurður G. Tómasson og Ingvi Hrafn Jónsson, þrír af fjórum stofnendum Útvarps Sögu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.