Viðskipti innlent

Færeyingar fá lánin

KB banki hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu Kaupthing bank í Danmörku. FIH sem er í eigu KB banka kaupir fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og miðlun. Afganginn, meðal annars lánastarfsemi kaupir Sparisjóður Færeyja. Í skiptum kaupir KB banki 49 prósenta hlut í Kaupthing Föroyar af Sparisjóðnum og eignast allt fyrirtækið. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir hér um tilfærslu að ræða. Verið sé að færa einingar sem ekki séu hjá FIH þangað og afgangurinn seldur. Söluhagnaður KB banka af viðskiptunum er 400 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×