Sport

Sharapova í úrslit á Wimbledon

Rússneska tennisgyðjan Maria Sharapova komst áðan í úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis þegar hún lagði bandarísku stúlkuna, Lindsay Davenport, í þrem settum. Þessi 17 ára stúlka virtist vera á leiðinni út þegar hún var setti undir en hún kom sterk til baka í öðru settinu sem hún sigraði 7-6 eftir mikinn darraðardans. Davenport eyddi öllum sínum kröftum í öðru settinu og hún stóðst Sharapovu ekki snúning í lokasettinu sem Sharapova sigraði, 6-1. Sharapova mætir annað hvort Serenu Williams eða Amelie Mauresmo í úrslitum á laugardag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×