Erlent

Tveimur Frökkum sleppt

Tveimur frönskum blaðamönnum var sleppt úr haldi mannræningja á þriðjudag. Mennirnir tveir hurfu seint í ágúst, ásamt sýrlenskum ökumanni þeirra í Najaf. Ökumaðurinn, Mohammed al-Joundi, slapp úr haldi hóps manna sem kalla sig Hinn íslamska her Íraks. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Pierre Raffarin, sagði að frelsun mannanna væri afrakstur erfiðrar og mjög leynilegrar vinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×