Erlent

Lögregla sökuð um pyntingar

Grísk mannréttindasamtök hafa sakað þarlenda lögreglumenn um að pynta afganska hælisleitendur. Gríska lögreglan er sökuð um að misþyrma innflytjendum, þykjast ætla að taka þá af lífi og taka myndir af þeim nöktum við yfirheyrslur. Ríkisstjórnin hefur lofað að rannsókn á málinu fari fram. Meintar pyntingar eru sagðar hafa átt sér stað í fangaklefum, en málið kom upp eftir að afganskur maður slapp úr haldi. Tugir afganskra hælisleitenda voru teknir höndum í tilraun til að finna manninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×