Sport

Sögulegur sigur smáríkis

Andorra vann sögulegan sigur á Makedóníu, 1-0, í 1. riðli undankeppni HM í gær en þetta var fyrsti sigur þessa smáríkis í undankeppni stórmóts. Andorra, sem gekk í FIFA árið 1996, hafði tapað öllum 18 leikjum sínum í undankeppni HM 2002 og EM 2004 með markatölunni 6-54. Það var miðjumaðurinn Marc Bernaus sem skoraði sigurmarkið með laglegu skoti eftir klukkutíma leik en Bernaus leikur með 2. deildarliði Elche á Spáni. 200 manns voru mættir á Estadio Comunal þar sem íslenska landsliðið vann 2-0 sigur fyrir fimm árum. Makedónar höfðu reyndar byrjað undankeppnina ágætlega, unnu Armena 3-0, töpuðu 1-2 fyrir Rúmenum og náðu 2-2 jafntefli gegn Hollandi á laugardaginn var og því koma þessi úrslit mikið á óvart.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×