Ótti við vaxtarverki 19. október 2004 00:01 Greiningardeild Landsbankans sér fleira en hagvöxt og hamingju í spilum efnahagslífsins á næstunni. Greiningardeildin óttast að verðbólga rjúki upp árið 2006 og hefur áhyggjur af því að tök á efnahagsmálum séu ekki nógu hörð og að hagvaxtarverkirnir kunni að vera þungbærir við lok núverandi uppsveiflu. Á fjölsóttum morgunverðarfundi í gær fóru fulltrúar greiningardeildarinnar yfir forsendur hagspár bankans til næstu sex ára. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að margt í umhverfi efnahagsmála bendi til þess að stormasöm aðlögun kunni að fylgja núverandi uppsveiflu. Að mati Björns Rúnars hefur hið opinbera ekki stillt framkvæmdir sínar nægilega vel í takt við hagsveifluna. Þannig hafa opinberar framkvæmdir jafnan verið meiri í uppsveiflu en samkvæmt hefðbundnum hagstjórnarkenningum ætti þessu að vera öfugt farið. Þá segir hann að áætlaður tekjuafgangur á næsta ári sé ekki nægjanlegur. " Við hefðum viljað sjá meiri afgang. Við tökum ekki afstöðu til þess hvernig menn ætla að ná þessum afgangi. Við bara segjum sem svo að þetta er tæki sem þarf að beita við þessar aðstæður. Það er ákveðinn afgangur sem er settur fram. Sé hann borinn saman við afganginn sem var síðast þegar það var uppsveifla þá stefna menn að því að vera með minni afgang núna og það er það sem við höfum áhyggjur af. Að það verði ekki nóg," segir hann. Hættan sem felst í of miklum hagvexti felst í því að eftirspurn í hagkerfinu verði meiri en framleiðsluþættir geti sinnt. Það veldur því að verð á vörum, þjónustu og vinnuafli hækkar. Að mati Björns Rúnars eru þá ákveðnir þættir í núverandi stöðu sem kunna að draga úr slíkum áhrifum og nefnir hann sérstaklega ástand á vinnumarkaði. Hagvexti undanfarinna ára hefur ekki fylgt mikil fjölgun starfa og því megi gera ráð fyrir að enn sé nokkur hópur fólks sem sé reiðubúinn að vinna. Þá segir Björn að fjölgun í hópi erlendra starfsmanna hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfurnar. "Við erum búin að læra að nýta okkur erlenda vinnuaflið þannig að það er einhvers konar alþjóðavæðing í þeim efnum. Það er nokkuð sem mun örugglega hjálpa okkur mjög mikið," segir hann. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans sér fleira en hagvöxt og hamingju í spilum efnahagslífsins á næstunni. Greiningardeildin óttast að verðbólga rjúki upp árið 2006 og hefur áhyggjur af því að tök á efnahagsmálum séu ekki nógu hörð og að hagvaxtarverkirnir kunni að vera þungbærir við lok núverandi uppsveiflu. Á fjölsóttum morgunverðarfundi í gær fóru fulltrúar greiningardeildarinnar yfir forsendur hagspár bankans til næstu sex ára. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að margt í umhverfi efnahagsmála bendi til þess að stormasöm aðlögun kunni að fylgja núverandi uppsveiflu. Að mati Björns Rúnars hefur hið opinbera ekki stillt framkvæmdir sínar nægilega vel í takt við hagsveifluna. Þannig hafa opinberar framkvæmdir jafnan verið meiri í uppsveiflu en samkvæmt hefðbundnum hagstjórnarkenningum ætti þessu að vera öfugt farið. Þá segir hann að áætlaður tekjuafgangur á næsta ári sé ekki nægjanlegur. " Við hefðum viljað sjá meiri afgang. Við tökum ekki afstöðu til þess hvernig menn ætla að ná þessum afgangi. Við bara segjum sem svo að þetta er tæki sem þarf að beita við þessar aðstæður. Það er ákveðinn afgangur sem er settur fram. Sé hann borinn saman við afganginn sem var síðast þegar það var uppsveifla þá stefna menn að því að vera með minni afgang núna og það er það sem við höfum áhyggjur af. Að það verði ekki nóg," segir hann. Hættan sem felst í of miklum hagvexti felst í því að eftirspurn í hagkerfinu verði meiri en framleiðsluþættir geti sinnt. Það veldur því að verð á vörum, þjónustu og vinnuafli hækkar. Að mati Björns Rúnars eru þá ákveðnir þættir í núverandi stöðu sem kunna að draga úr slíkum áhrifum og nefnir hann sérstaklega ástand á vinnumarkaði. Hagvexti undanfarinna ára hefur ekki fylgt mikil fjölgun starfa og því megi gera ráð fyrir að enn sé nokkur hópur fólks sem sé reiðubúinn að vinna. Þá segir Björn að fjölgun í hópi erlendra starfsmanna hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfurnar. "Við erum búin að læra að nýta okkur erlenda vinnuaflið þannig að það er einhvers konar alþjóðavæðing í þeim efnum. Það er nokkuð sem mun örugglega hjálpa okkur mjög mikið," segir hann.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira