Debet- og kreditkortanotkun eykst 11. ágúst 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Hagfræðingar horfa jafnan mikið á tölur. Mismunandi tölur gefa mismunandi upplýsingar um ástand efnahagsmála hverju sinni. Lesa má margt um þróun einkaneyslu úr tölum um notkun debet- og kreditkorta. Seðlabankinn hefur birt tölur um notkun þessara korta fyrir fyrri helming þessa árs. Í heildina er upphæðin sem greidd var með debetkortum (eða tekin út úr hraðbanka) á tímabilinu janúar til júní á þessu ári 10½ % hærri en á sama tíma í fyrra. Aukningin innanlands er svipuð, en ef tekið er tillit til verðbólgu, þá er aukningin í notkun debetkorta innanlands 7½ %. Aukning í fjölda færslna er ámóta, þannig að svo virðist sem hver færsla á þessu ári sé að raunvirði svipuð og í fyrra. Við notum hins vegar debetkortin meira erlendis á þessu ári en í fyrra, og er aukningin um 23 %, en gengi krónunnar var mjög svipað á fyrri helmingi þessa árs og í fyrra. Notkun debetkorta erlendis er mest í því að taka út úr bönkum og svo virðist sem hver úttekt sé heldur hærri í ár en í fyrra. Allt eru þetta vísbendingar um að einkaneysla sé meiri á þessu ári en í fyrra. En hvað með kreditkortin? Svo virðist sem aukningin í notkun debetkorta sé meiri en notkun kreditkorta, eða nálægt 13% frá janúar til júní í fyrra miðað við sama tímabil í ár. Innanlands er aukningin heldur minni og þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu, er aukningin 7½ % eða sú sama og aukning í debetkortaveltu. Færslufjöldinn eykst heldur minna, sem bendir til þess að hver færsla í ár sé hærri en var í fyrra. Á hinn bóginn erum við mun duglegri í að strauja kortin erlendis í ár en í fyrra. Aukningin er ríflega 30 %, eða nálægt þriðjungur. Af þessu má draga þá ályktun að einkaneysla sé meiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn spáir 5½ % vexti einkaneyslu á þessu ári meðan fjármálaráðuneytið spáir 5 % aukningu. Miðað við notkun debet- og kreditkorta það sem af er ári, er þetta varfærin spá. Þá bendir aukning í notkun debet- og kreditkorta til þess að skuldir heimilanna séu að aukast þar sem hún er nokkuð umfram launahækkun, en hún mældist 4 % samkvæmt launavísitölu á þessum tíma. Þá er neysla okkar erlendis mun meiri á þessu ári en í fyrra. Þetta leiðir að öðru óbreyttu til versnandi halla á þjónustuviðskiptum við útlönd. Á móti kemur að samkvæmt fréttum hefur fjöldi erlendra ferðamanna verið mun meiri hérlendis í ár en í fyrra og ef þeir hafa notað debet- og kreditkortin í einhverjum mæli, þá vegur það á móti aukinni neyslu okkar erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Hagfræðingar horfa jafnan mikið á tölur. Mismunandi tölur gefa mismunandi upplýsingar um ástand efnahagsmála hverju sinni. Lesa má margt um þróun einkaneyslu úr tölum um notkun debet- og kreditkorta. Seðlabankinn hefur birt tölur um notkun þessara korta fyrir fyrri helming þessa árs. Í heildina er upphæðin sem greidd var með debetkortum (eða tekin út úr hraðbanka) á tímabilinu janúar til júní á þessu ári 10½ % hærri en á sama tíma í fyrra. Aukningin innanlands er svipuð, en ef tekið er tillit til verðbólgu, þá er aukningin í notkun debetkorta innanlands 7½ %. Aukning í fjölda færslna er ámóta, þannig að svo virðist sem hver færsla á þessu ári sé að raunvirði svipuð og í fyrra. Við notum hins vegar debetkortin meira erlendis á þessu ári en í fyrra, og er aukningin um 23 %, en gengi krónunnar var mjög svipað á fyrri helmingi þessa árs og í fyrra. Notkun debetkorta erlendis er mest í því að taka út úr bönkum og svo virðist sem hver úttekt sé heldur hærri í ár en í fyrra. Allt eru þetta vísbendingar um að einkaneysla sé meiri á þessu ári en í fyrra. En hvað með kreditkortin? Svo virðist sem aukningin í notkun debetkorta sé meiri en notkun kreditkorta, eða nálægt 13% frá janúar til júní í fyrra miðað við sama tímabil í ár. Innanlands er aukningin heldur minni og þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu, er aukningin 7½ % eða sú sama og aukning í debetkortaveltu. Færslufjöldinn eykst heldur minna, sem bendir til þess að hver færsla í ár sé hærri en var í fyrra. Á hinn bóginn erum við mun duglegri í að strauja kortin erlendis í ár en í fyrra. Aukningin er ríflega 30 %, eða nálægt þriðjungur. Af þessu má draga þá ályktun að einkaneysla sé meiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn spáir 5½ % vexti einkaneyslu á þessu ári meðan fjármálaráðuneytið spáir 5 % aukningu. Miðað við notkun debet- og kreditkorta það sem af er ári, er þetta varfærin spá. Þá bendir aukning í notkun debet- og kreditkorta til þess að skuldir heimilanna séu að aukast þar sem hún er nokkuð umfram launahækkun, en hún mældist 4 % samkvæmt launavísitölu á þessum tíma. Þá er neysla okkar erlendis mun meiri á þessu ári en í fyrra. Þetta leiðir að öðru óbreyttu til versnandi halla á þjónustuviðskiptum við útlönd. Á móti kemur að samkvæmt fréttum hefur fjöldi erlendra ferðamanna verið mun meiri hérlendis í ár en í fyrra og ef þeir hafa notað debet- og kreditkortin í einhverjum mæli, þá vegur það á móti aukinni neyslu okkar erlendis.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar