Sport

Tíu í leikbann í Landsbankadeild

Aganefnd knattspyrnusambands Íslands dæmdi í gær tíu leikmenn úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu í leikbann. Eyjamennirnir Matt Garner, Atli Jóhannsson og Jón Skaptason verða í banni í toppslagnum gegn FH á sunnudag. Sverrir Garðarson FH missir einnig af leiknum vegna fjögurra gulra spjalda. Þrír KA menn voru úrskurðaðir í bann, Ronny Hartvig, Pálmi Rafn Pálmason og Dean Martin. Martin hefur þegar tekið út sitt bann en Ronny og Pálmi Rafn verða í banni í botnslagnum gegn Grindavík sem og Eyþór Atli Einarsson Grindvíkingur. Haraldur Freyr Guðmundsson Keflavík var dæmdur í bann og Björgólfur Takefusa Fylki en hann hefur þegar tekið út sitt leikbann. Átta leikmenn voru dæmdir í bann í fyrstu deild karla og tvær stúlkur í Landsbankadeild kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×