Sport

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Norðmönnum í umspili um sæti í lokakeppni EM.  Liðin mætast í Egilshöll kl. 17:00 á morgun.  Lið Íslands er þannig skipað (4-4-2):  Þóra B. Helgadóttir í markinu, Íris Andrésdóttir og Ásta Árnadóttir bakverðir, Erla Hendriksdóttir og Guðlaug Jónsdóttir miðverðir.  Á köntunum eru Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir á miðjunni.  Fremst er Olga Færseth og aðeins fyrir aftan hana leikur Laufey Ólafsdóttir. Leikurinn verður sýndur beint á 3 sjónvarpsstöðum um gjörvalla Evrópu en fyrir utan RÚV sem sýnir leikinn beint verður hann einnig í beinni á Eurpsport og NRK2 hjá norska ríkissjónvarpinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×