26 á leið á Ólympíuleikana 18. júlí 2004 00:01 Það styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Aþenu í Grikklandi en 28. Ólympíuleikar sögunnar verða settir þar 13.ágúst næstkomandi. Nokkuð góð mynd er að komast á íslenska hópinn og í dag hafa 26 íslenskir íþróttamenn náð þeim lágmörkum sem til þarf til að komast á leikana. Á leikana í Syndey fyrir fjórum árum fóru 18 íslenskir keppendur, allir í einstaklingsgreinum en ellefu einstaklingsíþróttamenn hafa nú unnið sér sæti í íslenska Ólympíuliðinu. Af þessum 26 sem eru komnir inn nú eru 15 handknattleiksmenn sem mega vera skráðir til leiks en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur þó enn ekki ákveðið lokahóp sinn á leikunum. Tuttugu leikmenn berjast þar ennþá um þessi sæti sem eru laus í liðinu. Sjö sundmenn hafa náð að synda undir settum lágmörkum og tveir frjálsíþróttamenn, þau Þórey Edda Elísdóttir og Jón Arnar Magnússon hafa náð lágmörkum í sínum greinum. Rúnar Alexandersson keppir í fimleikum en hann náði að tryggja sig inn á leikana á Heimameistaramótinu í ágúst 2003 og Hafsteinn Ægir Geirsson mun keppa í siglingum, en hann fékk boð um það á dögunum frá Alþjóða Siglingasambandinu. Vonir eru bundnar við að fjölgað gæti í hópnum því sundmenn hafa frest til dagsins í dag til að ná sínum lágmörkum og frjálsíþróttamenn hafa frest til 9. ágúst til að ná sínum lágmörkum. Með þessum 26 íþróttamönnum munu fara 19 aðstoðarmenn; fararstjórar, flokksstjórar, læknir, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, þjálfarar og aðstoðarþjálfarar. Fararstjórn ÍSÍ ásamt flokksstjórum og þjálfurum hefur í allan vetur haldið reglulega fundi til að, bæði miðla upplýsingum og eins til að efla samstöðu innan hópsins og hefur það gengið vel. Ólympíuleikarnir í Sydney voru mjög minnisstæðir því þar varð Vala Flosadóttir fyrsta konan og aðeins þriðji íslenski íþróttamaðurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hún vann brons í stangarstökki. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne 1956 og Bjarni Friðriksson vann brons í júdó í Los Angeles fyrir tuttugu árum síðan. Íslenskir íþróttamenn á ÓL í Aþenu: Handknattleikur: Íslenska karlalandsliðið - Keppendur 15 Fimleikar: Rúnar Alexandersson Frjálsíþróttir: Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir Sund: - Keppendur 7 - Örn Arnarson (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m baksund, 100m flugsund, 200m fjórsund) - Jakob Jóhann Sveinsson (100m bringusund, 200m bringusund) - Íris Edda Heimisdóttir (100m bringusund) - Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m flugsund) - Lára Hrund Bjargardóttir (200m skriðsund, 200m fjórsund) - Ragnheiður Ragnarsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund) - Hjörtur Már Reynisson (100m flugsund) Siglingar: Hafsteinn Ægir Geirsson Fjöldi íslenskra keppenda á síðustu tíu leikjum: Sydney 2000 18 (Flestir í sundi - 9) Atlanta 1996 9 (Flestir í sundi og frjálsum - 3) Barcelona 1992 30 (Flestir í handbolta - 16) Seoul 1988 30 (Flestir í handbolta - 16) Los Angeles 1984 30 (Flestir í handbolta - 15) Moskva 1980 9 (Flestir í frjálsum - 4) Montreal 1976 13 (Flestir í frjálsum - 7) Munchen 1972 26 (Flestir í handbolta - 16) Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Það styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Aþenu í Grikklandi en 28. Ólympíuleikar sögunnar verða settir þar 13.ágúst næstkomandi. Nokkuð góð mynd er að komast á íslenska hópinn og í dag hafa 26 íslenskir íþróttamenn náð þeim lágmörkum sem til þarf til að komast á leikana. Á leikana í Syndey fyrir fjórum árum fóru 18 íslenskir keppendur, allir í einstaklingsgreinum en ellefu einstaklingsíþróttamenn hafa nú unnið sér sæti í íslenska Ólympíuliðinu. Af þessum 26 sem eru komnir inn nú eru 15 handknattleiksmenn sem mega vera skráðir til leiks en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur þó enn ekki ákveðið lokahóp sinn á leikunum. Tuttugu leikmenn berjast þar ennþá um þessi sæti sem eru laus í liðinu. Sjö sundmenn hafa náð að synda undir settum lágmörkum og tveir frjálsíþróttamenn, þau Þórey Edda Elísdóttir og Jón Arnar Magnússon hafa náð lágmörkum í sínum greinum. Rúnar Alexandersson keppir í fimleikum en hann náði að tryggja sig inn á leikana á Heimameistaramótinu í ágúst 2003 og Hafsteinn Ægir Geirsson mun keppa í siglingum, en hann fékk boð um það á dögunum frá Alþjóða Siglingasambandinu. Vonir eru bundnar við að fjölgað gæti í hópnum því sundmenn hafa frest til dagsins í dag til að ná sínum lágmörkum og frjálsíþróttamenn hafa frest til 9. ágúst til að ná sínum lágmörkum. Með þessum 26 íþróttamönnum munu fara 19 aðstoðarmenn; fararstjórar, flokksstjórar, læknir, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, þjálfarar og aðstoðarþjálfarar. Fararstjórn ÍSÍ ásamt flokksstjórum og þjálfurum hefur í allan vetur haldið reglulega fundi til að, bæði miðla upplýsingum og eins til að efla samstöðu innan hópsins og hefur það gengið vel. Ólympíuleikarnir í Sydney voru mjög minnisstæðir því þar varð Vala Flosadóttir fyrsta konan og aðeins þriðji íslenski íþróttamaðurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hún vann brons í stangarstökki. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne 1956 og Bjarni Friðriksson vann brons í júdó í Los Angeles fyrir tuttugu árum síðan. Íslenskir íþróttamenn á ÓL í Aþenu: Handknattleikur: Íslenska karlalandsliðið - Keppendur 15 Fimleikar: Rúnar Alexandersson Frjálsíþróttir: Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir Sund: - Keppendur 7 - Örn Arnarson (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m baksund, 100m flugsund, 200m fjórsund) - Jakob Jóhann Sveinsson (100m bringusund, 200m bringusund) - Íris Edda Heimisdóttir (100m bringusund) - Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m flugsund) - Lára Hrund Bjargardóttir (200m skriðsund, 200m fjórsund) - Ragnheiður Ragnarsdóttir (50m skriðsund, 100m skriðsund) - Hjörtur Már Reynisson (100m flugsund) Siglingar: Hafsteinn Ægir Geirsson Fjöldi íslenskra keppenda á síðustu tíu leikjum: Sydney 2000 18 (Flestir í sundi - 9) Atlanta 1996 9 (Flestir í sundi og frjálsum - 3) Barcelona 1992 30 (Flestir í handbolta - 16) Seoul 1988 30 (Flestir í handbolta - 16) Los Angeles 1984 30 (Flestir í handbolta - 15) Moskva 1980 9 (Flestir í frjálsum - 4) Montreal 1976 13 (Flestir í frjálsum - 7) Munchen 1972 26 (Flestir í handbolta - 16)
Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira